Tilkynning

Í framhaldi af  umræðu í fjölmiðlum varðandi tengls eitilfrumukrabbameins (ALCL) og brjóstapúða viljum við hjá Dea Medica koma eftirfarandi á framfæri.

Þetta er gífurlega sjaldgæft og ekki mjög illkynja. Einkennin eru yfirleitt síðbúin vökvasöfnun í brjóstum umhverfi púða sem ekki gengur yfir með hefðbundinni meðferð.

Samkvæmt okkar vitneskju hefur ekkert ALCL tilfelli greinst á Íslandi með tengingu við brjóstapúða þó svo að ALCL hafi greinst hjá nokkrum konum og körlum.

Á Íslandi höfum við fylgst vel með þróun þessa máls og er okkar viðbragðsáætlun í samræmi við það sem gert er í nágrannalöndum.