Lokanir vegna Covid19

Öllum valkvæðum skurðaðgerðum er frestað frá og með í dag 23. mars 2020 til 31. maí 2020. Þetta er gert samkvæmt ákvörðun heilbrigðisráðherra og landlæknis. Skiptiborðið verður opið milli kl. 10 og 12 alla virka daga. Móttaka lýtalækna Dea Medica verður áfram opin fyrir bráðatilvik og nauðsynlegar endurkomur. Reynt verður að sinna skjólstæðingum í gegnum myndsamtal ef það á við.

Unnið er að því að hafa samband við alla okkar skjólstæðinga sem eiga bókað í aðgerð á næstu vikum og fundnir nýjir tímar í aðgerðir.

Aðkallandi skurðaðgerðum svo sem við húðkrabbameinum verður haldið áfram.