Fitufylling

Fitufylling (fituflutningur)

Fituflutningur er aðferð til að móta og breyta líkamsbyggingu. Við fitusog er óæskileg fita fjarlægð sem í sumum tilfellum safnast á ákveðna staði þar sem þess er ekki óskað. Oft er um að ræða einstaklinga sem eru í góðu líkamsformi en þrátt fyrir þjálfun og rétt matarræði lætur fitan ekki undan. Því er oft stjórnað af erfðum hvar fitan safnast helst á fólk. Dæmigert er t.d að fitan safnast á síðuna neðanverða (love handles), neðri hluta maga utanvert á lærum eða mjaðmir.

Aðgerðin

Við fitusog eru gerðir nokkrir litlir skurðir, ca 3-5 mm, og í gegnum þá er fitusogið með þunnum sogrörum. Áður en fitusog hefst er sprautað inn sérstakri vökvablöndu sem spennir upp svæðið, dregur saman æðarnar og staðdeyfir svæðið. Þannig veldur fitusogið mun minni skaða og blæðingu auk þess að auðveldara er að fjarlægja fituna. Fitan er svo sogin út með því að færa rörið fram og til baka og um það svæði sem á að fitusjúga. Aðgerðin er oftast framkvæmd í svæfingu. Í einstaka tilfellum er hægt að framkvæma í staðdeyfingu (á við minni fitusog). Aðgerðartíminn er mjög breytilegur eftir hvaða svæði á að fitusoga og hversu mikið þarf að fjarlægja.

Ör/árangur

Örin eru óveruleg og reynt eftir besta megni að fela þau. Í flestum tilfellum verða örin minna sjáanleg með tímanum. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir að fitusogið sjálft dregur ekki húðina saman. Oftast dregst þó húðin saman að einhverju leiti á því svæði sem er fitusogið. Það er mjög einstaklingsbundið hversu vel húðin dregst saman og einnig hvaða svæði er fitusogið. Húð sem er mjög laus og með sliti dregst yfirleitt illa saman og stundum er nauðsynlegt að skera burt húð samtímis til að ná besta árangri við aðgerðina. Einnig er mikilvægt að skilja að fitusog getur einungis fjarlægt fitu sem liggur undir húðinni en fita sem situr dýpra t.d. svokölluð kviðfita sem er í kringum líffæri í kviðarholinu er ekki hægt að fjarlægja. 

Það er óalgengt að fita komi aftur þar sem hefur verið fitusogið. Öll fita er þó ekki fjarlægð og við verulega þyngdaaukningu getur fitan aukist aftur. Flestir upplifa þetta sem varanlega breytingu og við þyngdaraukningu að fitan setjist annar staðar á líkamann (stundum á staði sem sem veldur jákvæðri breitingu t.d brjóst eða rass sem kannski vantaði fyllingu).

Fituflutningur

Þegar óskað er eftir er hægt að safna fitunni og flytja á staði þar sem óskað er eftir meiri fyllingu eða breyttu formi. Fita sem á að flytja þarf að meðhöndlast á mildari hátt en ef einungis á að fjarlægja sem gerir fituflutning tímafrekari aðferð. Í Læknahúsinu Dea Medica í Glæsibæ notum við fitusogsvél sem telst vera sú besta á markaðnum til þess að flytja fitu (Microaire®). Algengustu staðir sem fitan er flutt til eru brjóst, rass eða andlit. 

Reikna þarf með ákveðinni rýrnun á fitunni sem flutt er þegar hún er búin að setjast að á nýja staðnum. Rannsóknir og reynsla hafa sýnt allt frá 20 til 70% rýrnun. Algengast er þó að um það bil 60-70% af magninu verði til staðar varanlega. Fituflutningsaðgerðir eru því oft skipulagðar sem fleiri en ein aðgerð. Það hefur einnig komið fram í rannsóknum að árangurinn af seinni fituflutningsaðgerðum er betri í seinni umferðum. Þá hefur orðið nýæðavæðing af háræðum á svæðinu sem fitan er flutt á og vefurinn þar af leiðandi betur undirbúinn að taka á móti nýrri fitu.

Þegar heim er komið

Eftir fitusogsaðgerð er mikilvægt að vera í þrýstingsfatnaði t.d. aðhaldsgalla, magabelti eða teygjubuxum sem þrýsta á svæðin sem voru fitusoguð. Þú klæðist þeim dag og nótt í fjórar vikur og svo einingis á dagtíma fjórar vikur eftir það. Þú byrjar strax að hreyfa þig þegar heim er komið og mikilvægt er að drekka vel af vökva fyrsta sólarhringinn eftir aðgerð. Algengt er að blóðblandaður vökvi renni úr stungusárum fyrstu klukkutímana eftir fitusogsaðgerð en það minnkar svo og hættir yfirleitt á fyrsta sólarhring. Eymsli á aðgerðarsvæði eru eðlileg fyrstu dagana en fara í flestum tilfellum hverfandi á þriðja degi eftir aðgerð og eru sjaldnast mjög slæm. Þú getur gert ráð fyrir 3 til 7 dögum frá vinnu eftir umfangi aðgerðarinnar.

Eftirfylgd

Eftir um það bil 3-6 mánuði eftir aðgerð er hægt að sjá hvað verður endanlegur árangur. Þetta miðast við að þyngd sé stöðug, nokkurn veginn sú sama og þegar aðgerð var gerð. Fitan sem er flutt er eins og öll önnur fita og minnkar í samrými að maður grennist eða eykst við að fitna. Það er hægt ef óskað er eftir að fylla út meira aftur á sama svæði með flytja fitu aftur á sama stað ef til staðar er næg fita til að safna til flutnings.

Fituflutningur í brjóst

Brjóstin innihalda fituvef og kirtilvef og í flestum tilfellum er hægt að flytja fitu í brjóst og þar með auka stærð brjóstsins og einnig að móta brjóstið til dæmis þar sem fylling ofantil í brjóstunum hefur minnkað eða laga mismunandi stór brjóst. Fituflutningur í brjóst getur gefið aukna fyllingu og oft talað um ca. eina skálastærð sem hægt sé að bæta við í einni aðgerð. Það má ekki setja þrýsting á brjóstin þegar þúið er að gera fitufyllingu. Hins vegar getur verið þægilegt að vera í íþróttatopp eða aðgerðarbrjóstahaldara sem er ekki of þröngur. Gættu þess að halda góðum hita á brjóstunum og ekki láta þér verða kalt.

Mögulegir fylgikvillar eftir aðgerð

Það kemur alltaf ör ef skorið er í húð. Skurðurinn er staðsettur þannig í húðina að það kemur til með að sjást eins lítið og mögulegt er. Oftast grær örið vel en það getur tekið um 6 -8 mánuði þar til það fer verulega að lýsast og að lokum er það ekki mjög sjáanlegt (1-2 ár). Þetta er þó mjög einstaklingsbundið og ekki er hægt að gefa loforð um hversu fín örin verða.

Mjög sjaldan verður blæðing að einhverju ráði eftir fitusog og fituflutning.

Þrátt fyrir að það sé svo til engin blæðing i aðgerðinni, getur komið fram mar eftir aðgerðina, en það hverfur á um það bil 1- 3 vikum.

Eftir hverja aðgerð myndast alltaf einhver bólga, sem að mestu leyti er horfin eftir 2-4 vikur á svæðinu sem fitunni er safnað. Svæðið sem fitan er sett í er bólgan oftast í hámarki eftir 7-10 daga og svo má reikna með að bólgan fari að minnka og eftir 2-3 mánuði er hægt að sjá hvað kemur til með að verða endalega til staðar.

Mjög sjaldgæft er að sýking komi fram eftir aðgerð, en það getur gerst og meðhöndlast það þá med sýklalyfjum.

Stundum er ekki hægt að sjá fyrir hvernig húðin leggur sig eftir að fitan er fjarlægð eða flutt til. Ef húðin getur ekki dregist vel saman getur hún lagst svo það myndist litlar ójöfnur sem geta verið einsog appelsínuhúð.

Ef líkaminn er skoðaður kemur í ljós að það er alltaf einhver munur á hægra og vinstra hlið. Þetta getur einnig verið svo eftir aðgerðina. Aldrei er hægt að lofa því að það verði hrein spegilmynd enda aldrei svo frá náttúrunnar hendi. 

Eftir aðgerð er mjög eðlilegt að tilfinning er minni í húðinni á svæðunum sem voru fitusogin. Með tímanum kemur oftast tilfinningin að mestu leyti aftur en það getur þó tekið nokkra mánuði. Í einstaka tilfellum verður tilfinningin þó ekki sem áður og í versta tilfelli getur hún horfið varanlega.

Reykingar og nikótínnotkun (t.d. púðar/vape) auka verulega hættuna á lélegum gróanda. Því er mikilvægt að reykja ekki í 4 vikur fyrir aðgerð og 4 vikur eftir til að minnka hættuna á þessum fylgikvilla. 

Í einstaka tilfellum getur safnast fyrir vökvi sem veldur þrýstingi og getur þurft að stinga og sjúga út. Þetta er gert í endurkomu og krefst ekki svæfingar.

Minnislisti fyrir aðgerð

Nauðsynlegt er að nota aðhaldsfatnað í tvo mánuði eftir aðgerð sem stuðning á svæðinu þar sem fitunni er safnað. Svæðið þar sem fitan er flutt til er gott að halda heitu og án þess að þrýstingur sé á svæðið.

Lyfseðill er sendur rafrænt í Lyfseðlagáttina þegar þú útskrifast eftir aðgerð.

Eru gefin í aðgerð og eftir aðgerð ef þörf þykir.

Nauðsynlegt er að fasta 6 tímum fyrir aðgerð, en þó má drekka hreint vatn (ókolsýrt vatn) allt að tveimur tímum fyrir aðgerð.

Mundu að fara í sturtu kvöldið fyrir aðgerð. Þú mátt fara í sturtu tveimur sólarhringum eftir aðgerð. Ekki má fara í baðkar/sund/sjó fyrr en saumar hafa verið fjarlægðir og sár lokuð (oftast 3 -4 vikur).

Mundu að í aðgerð á ekki að hafa farða eða skartgripi.

Má ekki taka í 1-2 vikur fyrir aðgerð eftir tegund.

Eftir aðgerð

Þú færð beint númer til læknisins og ef eitthvað kemur upp á vinsamlegast hringið í vaktsíma hans. Þú skalt halda þig í ró sérstaklega fyrsta sólahringinn. Því aukinn blóðþrýstingur getur aukið hættuna á blæðingu eftir aðgerð. Ætlast er til að þú sért ekki alveg ein/einn eftir aðgerð og hafir einhvern innan handar fyrsta sólahringinn. Þegar staðið er upp, þarftu fyrst að setjastu upp og staldra við í 30 sekúndur áður en staðið er upp. Til að koma í veg fyrir svima og mögulega yfirlið.

Taktu verkjalyfin eins og sagt er til um. Nota skal magabelti eða aðhaldsgalla gjarnan allan sólahringinn í 4 vikur og á daginn í amk 4 vikur en stundum allt að 6 mánuðum. Saumataka er eftir 10-14 daga. Oft eru þó saumar einungis undir húð og sjálfuppleysanlegir. Plástur sem heitir 3M Micropore pappirplástur er æskilegt að nota á örin í 3 mánuði. Ef þetta veldur óþægindum í húð er æskilegt að stoppa í nokkra daga meðan húðin jafnar sig. 

Þú getur byrjað á léttum æfingum eftir 2-3 vikur og aukið hægt og rólega, en veruleg þjálfun sem reynir verulega á er æskilegt að bíða með í 6 vikur. Forðastu beint sólarljós á örin í 12 mánuði. Gildir einnig um sólbekki. Nota annaðhvort plástur/tape 3M eða klæðnað til að hylja örin. Mundu að það tekur tíma fyrir svæðið að fá sitt endanlega form. Allt að 6-8 mánuði. Eftir um það bil 3-6 mánuði er komið í eftirlit. Ef þörf er á spurningum eða auknu eftirliti vinsamlegast hafðu samband.

Fitufylling

Fitufylling

Hægt er að senda okkur skilaboð  með því að fylla út formið hér að neðan og við höfum samband við fyrsta tækifæri.

Fyrirspurn

Samskipti kunna að vera vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér

Hafa samband

Hægt er að senda okkur skilaboð með því að fylla út formið hér að neðan og við höfum samband við fyrsta tækifæri.

Hafa samband

Samskipti kunna að vera vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér

Þórdís Kjartansdóttir

Hægt er að hafa samband með því að fylla út formið hér að neðan og við svörum þér við fyrsta tækifæri.

Þórdís

Samskipti kunna að vera eru vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér

Ottó Guðjónsson

Hægt er að hafa samband með því að fylla út formið hér að neðan og við svörum þér við fyrsta tækifæri.

Ottó

Samskipti kunna að vera eru vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér

Karl Logason

Hægt er að hafa samband með því að fylla út formið hér að neðan og við svörum þér við fyrsta tækifæri.

Karl Logason

Samskipti kunna að vera eru vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér

Guðmundur Már Stefánsson

Hægt er að hafa samband með því að fylla út formið hér að neðan og við svörum þér við fyrsta tækifæri.

Guðmundur Már

Samskipti kunna að vera eru vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér

Guðmundur Daníelsson

Hægt er að hafa samband með því að fylla út formið hér að neðan og við svörum þér við fyrsta tækifæri.

Guðmundur Daníels

Samskipti kunna að vera eru vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér

Davíð Jensson

Hægt er að hafa samband með því að fylla út formið hér að neðan og við svörum þér við fyrsta tækifæri.

Davíð

Samskipti kunna að vera eru vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér

Hannes Sigurjónsson

Hægt er að hafa samband með því að fylla út formið hér að neðan og við svörum þér við fyrsta tækifæri.

Hannes

Samskipti kunna að vera eru vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér

Brjóstastækkun

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Ut elit tellus, luctus nec ullamcorper mattis, pulvinar dapibus leo.

Öll samskipti eru vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér