Stór og þung brjóst er hægt að minnka með skurðaðgerð til verulegra hagsbóta fyrir einstaklinginn. Við aðgerðina er geirvartan ásamt geirvörtubaugnum, sem oftast er minnkaður í leiðinni fluttur ofar á brjóstið og umtalsverðt magn af vef, fit og húð fjarlægt.
Aðgerðin hefur í för með sér meðfærilegri brjóst og minni einkenni frá stoðkerfi líkamans.
Hægt er að fá þessa þjónustu framkvæmda á Landspítalanum, en þer þá miðað við að fjarlægt sé um það bil 500 mg. frá hvoru brjósti. Aðgerðinni fylgja ör kringum geirvörtuna og neðri hluta brjóstsins sem meðhöndluð eru í samvinnu við okkur í 2 mánuð.
Hægt er að fá þessa aðgerð framkvæmda af læknum DeaMedica og greiðist hún þá af viðkomandi.