Augnlok

Augnlokaaðgerð

Þung eða hangandi augnlok er algeng ástæða fyrir því að fólk leitar sér hjálpar hjá lýtalækni. Hangandi augnlok gefa fólki þreytulegt útlit en markmið augnlokaaðgerðar er að gefa frísklegra og úthvíldara útlit augnanna. Ástæða öldrunareinkenna í augnlokum eru margvísleg en má að stóru leyti rekja til að húð og undirliggjandi vefir missa teygjanleika og styrk sem veldur húðfellingum og  pokum.

Aðgerðin

Efri og neðri augnlokaaðgerð miðar að því að minnka þreytulegt útlit augnanna með því að fjarlægja húð með eða án undirliggjandi vöðva og fitu. Aðgerð á efri augnlokum er algengari en á neðri augnlokum. Augnlokaaðgerð er í flestum tilvikum framkvæmd í staðdeyfing og tekur um eina klukkustund. Einnig er hægt að framkvæma augnlokaaðgerð í svæfingu. Eftir aðgerðina er bólga í augnlokum sem nær yfirleitt hámarki á degi 3 til 4 eftir aðgerð.

Þegar heim er komið

Æskilegt er að gefa sér viku til tíu daga að jafna sig eftir efri augnlokaaðgerð en um tvær vikur eftir neðri augnlok. Sofa skal með hækkun undir höfði (2-3 kodda) fyrstu daganna eftir aðgerð eða þar til mesta bólgan hefur gengið til baka. Einnig skaltu forðast mikla áreynslu og að bogra með höfuðið niður. Varastu að nudda augun. Ekki er æskilegt að nota farða eða önnur krem á augnlokin fyrstu vikuna. Í einstaka tilfellum getur verið erfitt að loka augunum fyrst um sinn vegna bólgu í augnlokum og þá þarf að varna því að augun þorni með því að nota gervitár að dagtíma og augnsmyrsl að næturlagi

Eftirfylgd

Notaðir eru saumar sem þarf að fjarlægja og mjóir brúnir plástrar til að loka skurðsárinu. Um 5-7 dögum frá aðgerð eru plástrar og saumar teknir. Ör á augnlokum gróa að jafnaði mjög vel en þú mátt vera viðbúin því að örin séu sýnileg fyrstu mánuðina. Með tímanum þroskast örin og verða þá í flestum tilvikum hárfín og nánast ósýnileg.

Algengar spurningar

Yfirleitt er nóg að taka paracetamol (Panodil/Paratabs) og er hámarksskammtur tvær töflur (500mg x2) fjórum sinnum á dag (4000mg í heildina á sólarhring)

Rannsóknir hafa verið gerðar á kællingu eftir augnlokaaðgerð. Þær hafa sýnt að gróandinn og árangur er svipaður hvort sem fólk kælir eða ekki. Hins vegar getur verið góð verkjastilling í kælingunni og fólk upplifir ákveðna vellíðan við kælinguna. Við ráðleggjum þar til gerða gelkælipoka fyrir augu sem hægt er að kaupa í apóteki. Kælipokann á að kæla í ísskáp, ekki frysti þar sem það getur hugsanlega valdið of mikilli kælingu. Kælipokinn helst kaldur í 10-15mínútur á augnlokunum. Því getur verið ágætt að kæla einu sinni á klukkustund fyrstu einn til tvo sólarhringana eftir aðgerð.

Þú mátt fara í sturtu daginn eftir aðgerðina.

Öll ör eru viðkvæm fyrir sólargeislum. Örvefur verður yfirleitt rauður í sól. Þess vegna er mikilvægt að bera á sig sólarvörn eða dagkrem með sólarvörn í eitt ár frá aðgerð. Við mælum líka með því að vera með sólgleraugu þegar þú ert í mikilli sól í eitt ár frá aðgerð.

Augnlok

Augnlok

Hægt er að senda okkur skilaboð  með því að fylla út formið hér að neðan og við höfum samband við fyrsta tækifæri.

Fyrirspurn

Samskipti kunna að vera vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér

Hafa samband

Hægt er að senda okkur skilaboð með því að fylla út formið hér að neðan og við höfum samband við fyrsta tækifæri.

Hafa samband

Samskipti kunna að vera vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér

Þórdís Kjartansdóttir

Hægt er að hafa samband með því að fylla út formið hér að neðan og við svörum þér við fyrsta tækifæri.

Þórdís

Samskipti kunna að vera eru vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér

Ottó Guðjónsson

Hægt er að hafa samband með því að fylla út formið hér að neðan og við svörum þér við fyrsta tækifæri.

Ottó

Samskipti kunna að vera eru vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér

Karl Logason

Hægt er að hafa samband með því að fylla út formið hér að neðan og við svörum þér við fyrsta tækifæri.

Karl Logason

Samskipti kunna að vera eru vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér

Guðmundur Már Stefánsson

Hægt er að hafa samband með því að fylla út formið hér að neðan og við svörum þér við fyrsta tækifæri.

Guðmundur Már

Samskipti kunna að vera eru vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér

Guðmundur Daníelsson

Hægt er að hafa samband með því að fylla út formið hér að neðan og við svörum þér við fyrsta tækifæri.

Guðmundur Daníels

Samskipti kunna að vera eru vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér

Davíð Jensson

Hægt er að hafa samband með því að fylla út formið hér að neðan og við svörum þér við fyrsta tækifæri.

Davíð

Samskipti kunna að vera eru vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér

Hannes Sigurjónsson

Hægt er að hafa samband með því að fylla út formið hér að neðan og við svörum þér við fyrsta tækifæri.

Hannes

Samskipti kunna að vera eru vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér

Brjóstastækkun

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Ut elit tellus, luctus nec ullamcorper mattis, pulvinar dapibus leo.

Öll samskipti eru vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér