Almennur undirbúningurHúð


Sturta að morgni.
  Ekki nota krem eða olíur á húð.
   
Fasta Fastandi á fasta fæðu í 6 klst fyrir aðgerð.
  Fastandi á vökva í 6 klst fyrir aðgerð.
   
Lyf Hætta að taka lýsi og önnur fæðubótarefni a.m.k 14 dögum fyrir aðgerð
  Hætta öllum blóðþynnandi lyfjum í samráði við lækni.
  Ekki taka lyf eins og Magnyl, Treo (asetylsalisilsýra) eða bólgeyðandi lyf í 14 daga fyrir aðgerð
  Ef þú ert á einhverjum öðrum lyfjum má taka þau að morgni aðgerðardags með sopa af vatni
  Sykursýkislyf eru skömmtuð í samráði við svæfingarlækni
   
   
Ofnæmi Upplýsa skal um ofnæmi sérstaklega ef um lyfjaofnæmi er að ræða.
   
Verkir Lyfseðill fyrir verkjalyfjum er sent í lyfjagáttina (fæst afgreitt á kennitölu).
   
Ógleði, uppköst Það er vel þekkt að fólk fái ógleði og/eða uppköst eftir aðgerðir í svæfingu.
  Verkjalyf eða sýklalyf geta valdið ógleði. Breyta þarf lyfjameðferð ef um ógleði og uppköst er að ræða.

 

Matarræði

Etv. þarf að gefa ógleðilyf eftir aðgerð.

Það er mikilvægt að innbyrða góða næringu vikurnar fyrir aðgerð.  Við mælum með próteinríkri fæðu og nóg af vatni.