Starfsreynsla Ţórdísar

Ţórdís fékk lćknaleyfi á Íslandi í september 1994 og hóf störf á skurđdeild Borgarspítalans (nú Landspítala háskólasjúkrahús). Ţórdís flutti sig um set

starfsreynsla Ţórdísar

Þórdís fékk læknaleyfi á Íslandi í september 1994 og hóf störf á skurðdeild Borgarspítalans (nú Landspítala háskólasjúkrahús). Þórdís flutti sig um set til Frakklands á vormánuðum 1997 og hóf störf á skurðdeild Pasteur sjúkrahússins í Colmar. Árið 1998 flutti hún til Strassborgar og hóf störf á skurðdeild  háskólasjúkrahússins Hautepierre.  Árið 2000 hóf Þórdís störf á lýtalækningadeild háskólasjúkrahússins Hopital civil í Strasbourg. Gengdi síðan frá árinu 2003, fram að heimkomu í lok árs 2006,  sérfræðilæknisstöðu á skurðdeild krabbameinssjúkrahúsinu Centre Paul Strauss og hlutastöðu við lýtalækningadeild háskólasjúkrahússins Hopital Civil í Strassbourg.  Þar framkvæmdi hún og bar ábyrgð á öllum brjóstauppbyggingum eftir krabbamein  á Centre Paul Strauss sjúkrahúsinu og gerði jafnframt allar almennar lýta- og fegrunaraðgerðir á háskólasjúkrahúsinu.

Eftir heimkomu til Íslands hóf Þórdís störf á skurð- og lýtalækningadeild Landspítala háskólasjúkrahúss. Ári síðar hóf Þórdís rekstur eigin læknastofu hjá Læknastöðinni Glæsibæ, samhliða starfi á Landspítala háskólasjúkrahúsi.

Segja má að allt frá fyrsta degi hefur læknastofa Þórdísar notið mikilla vinsælda. Snemma árs 2011 tók hún ákvörðun um að bjóða viðskiptavinum sínum upp á aukna þjónustu og opnaði læknastofur í nýjum húsakynnum á efstu hæðinni í turninum í Glæsibæ, undir heitinu DeaMedica. 

Svćđi

DeaMedica - Lýtalćkningastöđ Reykjavíkur
Glćsibć 7. hćđ
Álfheimum 74
104 Reykjavík
Sími: 515 1600
Sendu okkur fyrirspurn
Stefna ehf Hugbúnađarhús - Moya