Þórdís Kjartansdóttir

Allt frá því Þórdís lauk læknanámi frá Háskóla Íslands  hefur hún starfað innan skurðdeilda spítala, bæði hér heima og erlendis. “Í byrjun

Þórdís Kjartansdóttir

Allt frá því Þórdís lauk læknanámi frá Háskóla Íslands  hefur hún starfað innan skurðdeilda spítala, bæði hér heima og erlendis. “Í byrjun námsferils sins, eftir að hafa klárað almennar skurðlækningar, sérhæfði hún í almennum lýtalækningum,  síðar á ferli sínum snéri hún sér að sérhæfingu í almennum lýtalækningum. Þar með talið uppbyggingu á brjóstum kvenna í kjölfar brjóstakrabbameins og legbarmaaðgerðum hjá konum.

Ásamt því að reka DeaMedica starfar Þórdís í hlutastarfi við skurðdeild lýtalækninga á Landspítala háskólasjúkrahúsi í Fossvogi. Mikill meirihluti þeirra aðgerða er hún framkvæmir á spítalanum, eru lýtaaðgerðir á brjóstum kvenna, hvort sem það er uppbygging, í kjölfar krabbameinsmeðferðar eða brjóstaminnkun.

Hjá DeaMedica framkvæmir Þórdís nær allar tegundir lýtalækninga, eins og lýtaaðgerðir á brjóstum kvenna, brjóstaminnkun, hvort sem það er uppbygging brjósta með púða eða fitu. Þá gerir Þórdís aðgerðir á andliti, eins og lyftingu, fyllingu í varir og hrukkumeðferð með botoxi eða fitu. Fitusog eru jafnframt algengar aðgerðir hjá viðskiptavinum Þórdísar, til að mynda á maga, lærum, höndum eða undirhöku. Töluvert er um karlmenn leiti til Þórdísi vegna fitusogs á brjóstasvæði. Svokallaðar svuntuaðgerðir á maga eru einnig vinsælar og fjölmargir leita til Þórdísar til að meðhöndlunar á örum eða öðrum húðlýtum.

Lesa má nánar um aðgerðir hjá DeaMedica hér á síðunni.

Ástríða Þórdísar eru lýtalækningar en hún á sér einnig aðra ástríðu sem er jazzsöngur og hefur hún sungið jazz með hljómsveitum bæði hér heima og í Frakklandi. Þórdís er einnig mjög atorkusöm útvistarkona og nýtur þess að hjóla á fjallahjólu sínu um óbyggðir landsins, milli þess sem hún hleypur á göngustígum borgarinnar eftir annasaman dag á skurðstofunni.

Þórdís er í sambúð og á tvo stráka, þá Hjalta og Kjartan Pálssyni. Hjalti stundar nám við Háskóla Íslands en Kjartan í grunnskóla. Stunda þeir bræður tennisíþróttina af miklum móð og hafa keppt í tennis fyrir hönd Íslands á erlendum vettvangi.


Svæði

DeaMedica - Lýtalækningastöð Reykjavíkur
Glæsibæ 7. hæð
Álfheimum 74
104 Reykjavík
Sími: 515 1600
Sendu okkur fyrirspurn
Stefna ehf Hugbúnaðarhús - Moya