Fitusog

Fitusog

Fitusog er aðgerð sem framkvæmd er til að fjarlægja óæskilega fitu á ákveðnu svæði líkamans. Algeng meðferðarsvæði eru kviður, mjaðmir/mitti, læri, hné og haka. Fitusogsaðgerð er framkvæmd í gegnum lítil (3-5mm) stungugöt og þar af leiðandi nánast örlaus aðgerð.

Bestan árangur af fitusogi hljóta þeir sem eru í kjörþyngd með fitusöfnun á afmörkuðu svæði og með stinna yfirliggjandi húð. Þú þarft að koma með þrýstingsfatnað með þér í aðgerðina þar sem við klæðum þig í hann áður eða á meðan þú vaknar upp úr svæfingunni.

Aðgerðin

Aðgerðin tekur um 30 mínútur upp í tvær klukkustundir eftir umfangi. Ef um lítið afmarkað svæði er að ræða getur aðgerðin verið framkvæmd í staðdeyfingu en í flestum tilvikum er aðgerðin framkvæmd í svæfingu. Tveimur til þremur klukkutímum eftir aðgerð getur þú farið heim.

Aðhaldsföt fást til dæmis í eftirtöldum verslunum

  • Fastus
  • Sassy
  • Eirberg

Þegar heim er komið

Eftir fitusogsaðgerð er mikilvægt að vera í þrýstingsfatnaði t.d. aðhaldsgalla, magabelti eða teygjubuxum sem þú klæðist dag og nótt í fjórar vikur og svo einingis á dagtíma fjórar vikur eftir það. Þú byrjar strax að hreyfa þig þegar heim er komið og mikilvægt er að drekka vel af vökva fyrsta sólarhringinn eftir aðgerð.

Algengt er að blóðblandaður vökvi renni úr stungusárum fyrstu klukkutímana eftir fitusogsaðgerð en það minnkar svo og hættir yfirleitt á fyrsta sólarhring. Eymsli á aðgerðarsvæði eru eðlileg fyrstu dagana en fara í flestum tilfellum hverfandi á þriðja degi eftir aðgerð og eru sjaldnast mjög slæm. Þú getur gert ráð fyrir 3 til 7 dögum frá vinnu eftir umfangi aðgerðarinnar.

Eftirfylgd

Eftirfylgd er skipulögð 1 til 2 vikum eftir aðgerð. Fyrstu 2 mánuðina eftir aðgerðina getur verið bólga og mar á aðgerðarsvæðinu. Langtímaeftirfylgd eftir um 3 til 6 mánuði er svo skipulögð ef einstaklingur óskar þess. Fitusogsaðgerð getur verið frábær aðgerð sem skilar sér í nýjum línum og útliti og þar af leiðandi ánægðum einstaklingum.

Algengar spurningar

Þú mátt fara í sturtu tveimur sólarhringum eftir fitusog. Þá ferð þú úr aðhaldsfötunum og tekur af þér allar hvítu umbúðirnar (plástra og grisjur/sárapúða) en skilur eftir brúnu plástrana sem eru á stungugötunum. Gott er að klappa varlega með handklæðinu yfir plástrana eftir sturtu og jafnvel nota hárþurrku til að þurrka þá í 10-20 sekúndur. Svo ferðu aftur í þrýstingsfatnaðinn.

Verkjalyf og í mörgum tilvikum sýklalyf eru send í Lyfjagáttina eftir aðgerð. Það er mikilvægt að taka væg verkjalyf (Panodil/Paratabs) og bólgueyðandi lyf (Cox lyf) eftir aðgerð á meðan þú ert með eymsli/verki.

Eins og áður hefur komið fram er mjög mikilvægt að vera í þrýstingsfatnaði. Bólgu/bjúg, sem safnast fyrir á aðgerðarsvæðinu, getur verið erfitt að losna við ef hann fær að safnast þar saman án nokkurs þrýstings. 
Einnig er í mörgum tilvikum mælt með því að fara í sogæðanudd (t.d. LPG tæki) um fimm dögum eftir aðgerð.

Fitusöfnun undir höku og á hálsi er í mörgum tilfellum ættgeng og erfiðlega getur gengið að losna við fitukoddan þrátt fyrir að einstaklingur sé í góðu formi eða hefur grennst. Aðgerðin felur í sér fitusog sem framkvæmd er í gegnum lítil stungugöt. Í ákveðnum tilfellum þarf einnig að leggja lítinn skurð undir hökuna. Aðgerðin getur verið framkvæmd í staðdeyfingu eða svæfingu, eftir umfangi. Þrýstingsumbúðir eru hafðar á í u.þ.b viku eftir aðgerð.

Karlmenn fara líka í fitusog og eru vinsælustu svæðin ástarhöldurnar og brjóst. Þessi svæði geta reynst karlmönnum erfið að minnka þrátt fyrir heilbrigt líferni og líkamsrækt. Þessa fitusöfnun er hægt að meðhöndla með fitusogi. Fitusog er framkvæmt í gegnum lítil stungugöt og þar af leiðandi nánast örlaus aðgerð. Bestan árangur af fitusogi hljóta þeir sem eru í kjörþyngd og með stinna yfirliggjandi húð.

Fitusog

Fitusog

Hægt er að senda okkur skilaboð  með því að fylla út formið hér að neðan og við höfum samband við fyrsta tækifæri.

Fyrirspurn

Samskipti kunna að vera vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér

Hafa samband

Hægt er að senda okkur skilaboð með því að fylla út formið hér að neðan og við höfum samband við fyrsta tækifæri.

Hafa samband

Samskipti kunna að vera vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér

Þórdís Kjartansdóttir

Hægt er að hafa samband með því að fylla út formið hér að neðan og við svörum þér við fyrsta tækifæri.

Þórdís

Samskipti kunna að vera eru vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér

Ottó Guðjónsson

Hægt er að hafa samband með því að fylla út formið hér að neðan og við svörum þér við fyrsta tækifæri.

Ottó

Samskipti kunna að vera eru vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér

Karl Logason

Hægt er að hafa samband með því að fylla út formið hér að neðan og við svörum þér við fyrsta tækifæri.

Karl Logason

Samskipti kunna að vera eru vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér

Guðmundur Már Stefánsson

Hægt er að hafa samband með því að fylla út formið hér að neðan og við svörum þér við fyrsta tækifæri.

Guðmundur Már

Samskipti kunna að vera eru vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér

Guðmundur Daníelsson

Hægt er að hafa samband með því að fylla út formið hér að neðan og við svörum þér við fyrsta tækifæri.

Guðmundur Daníels

Samskipti kunna að vera eru vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér

Davíð Jensson

Hægt er að hafa samband með því að fylla út formið hér að neðan og við svörum þér við fyrsta tækifæri.

Davíð

Samskipti kunna að vera eru vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér

Hannes Sigurjónsson

Hægt er að hafa samband með því að fylla út formið hér að neðan og við svörum þér við fyrsta tækifæri.

Hannes

Samskipti kunna að vera eru vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér

Brjóstastækkun

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Ut elit tellus, luctus nec ullamcorper mattis, pulvinar dapibus leo.

Öll samskipti eru vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér